top of page

Er heilsumarkþjálfun fyrir mig?

Allir hafa skilning á því að þú skellir þér í ræktina og kaupir þér þjónustu einkaþjálfara sem hvetur þig til dáða. En ef þú mælir þér reglulega mót við heilsumarkþjálfa þá reka margir upp stór augu og vita lítið um hvað málið snýst.

Heilsumarkþjálfun er fyrir þá sem vilja aukinn árangur í lífinu, bæta alhliða og líkamlega heilsu, tileinka sér nýjar venjur og búa til tíma fyrir það sem máli skiptir.

Markmið þín geta t.d. tengst hreyfingu, næringu, streitustjórnun, svefni, samskiptum og að ná jafnvægi í daglegu lífi.

Heilsumarkþjálfun er einstaklingsmiðuð samtalsþjálfun þar sem þú ræður ferðinni og sérhannar áætlun að eigin þörfum.

Í heilsumarkþjáfun færðu ekki upp í hendurnar fyrirfram skrifað handrit að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Þú þekkir þig manna best og veist hvað hentar þér og hvað þú þarft að gera til þess að ná árangri.

Markþjálfinn er til staðar fyrir þig, ýtir þér út fyrir þægindahringinn og styður þig alla leið.

Ef þú ert enn að velta fyrir þér hvort að heilsumarkþjálfun sé eitthvað fyrir hvet ég þig til þess að lesa áfram.

 

 

Heilsukveðja - Íris Huld

Þú setur þér markmið en átt erfitt með að fylgja þeim eftir.

Rifjaðu upp heilsutengt markmið sem hófust af krafti en lognuðust út af og að lokum gleymdust. Hvað gerðist á leiðinni?

Það að setja sér markmið getur verið leikur einn en að ná markmiðinu er allt annað mál. Það vefst fyrir flestum er að halda út.
Í markþjálfun færð þú aðstoð við að finna leiðir til að ná markmiðum þínum á árangursríkan hátt. Markþjálfi opnar augu þín fyrir nýjum sjónarhornum og fylgir þér á leiðarenda.

Þú ert mun líklegri til þess að ná árangri þegar þú hefur leiðsögn, stuðning og skuldbindur þig til árangurs í litlum skrefum.

Þú átt það til með að standa í vegi fyrir sjálfri/sjálfum þér.


Hafa hugsanir á borð við “ég hef ekki tíma fyrir líkamsrækt” eða “ég mun aldrei geta dregið úr sykri/kaffi/skyndibita” komið upp í hugann þó þú segist vilja öðlast heilsusamlegra líf?

“Whether you think you can or whether you think you can’t, you’re right.” -Henry Ford

Ef efasemdaraddir ná yfirhöndinni eru miklar líkur á því að framfarir verði litlar sem engar.
Heilsumarkþjálfi astoðar þig við að koma augu á þær hindranir sem á vegi þínum eru/verða. Ísameiningu finnið þið leiðir til þess að yfirstíga þær, breyta hugsanamynstri og hjálpa þér við að öðlast trú á því að þú getir náð árangri í því sem þú ákveður að taka þér fyrir hendur.

Þú veist ekki hvar þú átt að byrja.


Hefur þú viljað breyta mataræði þínu til hins betra en ekki vitað hvar þú átt að byrja. Hvaða fæðutegundum ættir að draga úr hvað ætti að koma í staðinn?

Löngunin í að gera breytingar er til staðar en þú veist ekki nákvæmlega hvernig og hvar þú átt að byrja. (er þetta ekki það sama og í innganginum hér að ofan?)

Samtal við markþjálfa getur komið þér á sporið, veitt þér skýrari “fókus” og hjálpað þér við að taka fyrsta skrefið.

 

Þú hræðist mistök.


“Insanity is doing the same thing, over and over again, but expecting different results.” – Albert Einstein. Þetta meikar sense ekki satt?

Ef þú hefur einhvern tíman strengt áramótaheit eða sett þér markmið en hætt eða gefist upp þá er líklegt að þú hafir upplifað neikvæðar tilfinningar sem geta mögulega dregið úr því að þú takir upp þráðinn á ný.

Stuðningurinn sem markþjálfun veitir getur verið

lykillinn að því að finna nýjar aðferðir og komist yfir þær hamlandi en jafnframt eðlilegu tilfinningar sem upp koma á leiðinni.

Photo 28-06-2020, 11 51 50.jpg

Þig skortir skýra sýn.  

   
Þú segist vilja létta þig, hreyfa þig meira og borða hollt. Er það vegna þess að þú vilt auka hreyfigetu þína, gengið á fjöll eða leikið við börnin þín án þess að enda úrvinda eða var maki þinn að benda á þá augljósu staðreynd að skyrtan þín hafi “hlaupið í þvotti”?

Stundum líður okkur eins og við lifum lífi okkar samkvæmt reglum samfélagsins eða óskum annarra. Í heilsumarkþjálfuninni er raunveruleg ástæða markmiða þinna skoðuð. Markmið þín eru krufin til mergjar og brotin niður til þess að skapa til skýra framtíðarsýn. Markþjálfun sækir þú að þínum eigin forsendum, viðfangsefnið þarf að vera þitt eigið og hin raunverulega ástæða notuð sem drifkraftur.

 

Þig skortir stuðning.


Ætlar þú ekki að fá þér kökubita? það er nú einusinni afmæli ömmu, sunnudagur, fermingarveisla o.s.frv.

Það er erfitt að halda einbeitingu ef þig skortir stuðning frá fólkinu í kringum þig. Þegar vinir þínir, fjölskyldumeðlimir eða jafnvel samstarfsfélgar sýna vegferð þinni lítinn áhuga eða skilning er auðvelt að missa sjónar á markmiðum og beygja út af brautinni.

Markþjálfi veitir þér aðhald og gott stuðningsnet, jákvæða endurgjöf og hvatningu til þess að viðhalda þeim eldmóði sem kom þér af stað í upphafi.

 

Ef þú ert að tengja við þessa punkta mæli ég með fríum 30 mínútna kynningartíma í heilsumarkþjálfun!

bottom of page