top of page

Um Lífsmark

Lífsmark -  Hugur & heilsa var stofnað af Írisi Huld Guðmundsdóttur árið 2015 með það að leiðarljósi að bjóða upp á heildræna þjálfun fyrir einstaklinga og hópa sem vilja taka skref í átt að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. 

Þjónusta Lífsmarks felur í sér

- Sigrum streituna - einstaklingstíma

-Sigrum streituna - netnámskeið

- Sigrum streituna 4 vikna námskeið hjá Primal Iceland

- Heilsumarkþjálfun

- Einkaþjálfun/hópþjálfun - þjálfun sniðna að þínum þörfum

Sigrum streituna einkatímar

Eru árangursríkir einkatímar fyrir alla þá sem vilja komast út úr vítahring streitunnar, bæta andlega og líkamlega heilsu sína og endurheimta orkuna á ný.

 

Í einkatímunum er kennd öndunartækni sem dregur úr streitu og kvíða auk liðleika- og teygjuæfinga sem stuðla að aukinni hreyfigetu og vellíðunar í stoðkerfi.

Íris Huld hefur leitt Sigrum streituna, 4 vikna námskeið hjá Primal Iceland með afar góðum árangri en einkatímarnir eru hugsaðir fyrir þá sem vilja persónulegri þjálfun á tíma sem hentar hverjum og einum.

Photo 20-07-2020, 13 32 42 (1).jpg
Photo 18-07-2020, 12 34 32.jpg

Heilsumarkþjálfun

Náðu auknum árangri með Heilsumarkþjálfun Lífsmarks.

 

Heilsumarkþjálfun er einstaklingsmiðuð þjálfun þar sem þú ert við stjónvölinn. 

Hámarkaðu lífsgæði þín og komdu hlutum í verk sem setið hafa á hakanum. Hvort sem þú þarft að draga úr streituvöldum, bæta svefn, næringu, samskipti eða finna tíma fyrir þig í hröðum nútíma lífsstíl. 

Gefðu þér tíma fyrir það sem skiptir þig máli og hafðu aukið heilbrigði og hamingju að leiðarljósi.

bottom of page