top of page
109258963_733708084111174_78059410283576

Settu þig í fyrsta sæti!

“Í byrjun október eftir mikla þrjósku við að viðurkenna það fyrir mér að ég væri uppfull af kvíða og streitu lenti ég á vegg og fór í kjölfarið í veikindaleyfi frá vinnu. Í leit minni að hjálp skráði ég mig í einkatíma hjá Írisi Huld og VÁ breytingin sem ég hef upplifað er dásamleg. Frá því að komast varla framúr rúminu vegna hræðslu og kvíða yfir í að vera mætt í vinnu nokkrum vikum eftir skellinn. Öndunar- og teygjuæfingarnar sem hún og Primal Iceland leggja áherslu á hafa bjargað mér á svo margan hátt. Ég er rólegri, sef og hvílist betur og á auðvelt með að finna þegar óróleiki og stress læðist að mér.

 

Íris er alveg frábær kennari og með yndislega nærveru og útskýrir bæði æfingar og öndun á þægilegan og góðan hátt.

 

Eg skora á alla að leyfa sér að prófa þessa einkatíma.”

- Hallgerður

Er hið daglega amstur að hafa áhrif á heilsu þína?

Er hinn hraði nútíma lífsstíll að aftra því að þú náir markmiðum þínum? 

Ekki hafa áhyggjur ef þú svarar þessum spurningum játandi. Öll erum við að sinna fleiru en einu hlutverki í okkar daglega lífi. Segja má að við séum mörg hver orðin sjálflærðir sérfræðingar í að halda ófáum boltum á lofti en oftar en ekki á kostnað andlegrar eða líkamlegrar heilsu. 

Hjá Lífsmarki færð þú þekkinguna og stuðninginn sem til þarf til þess að vinna að bættri heilsu og hvatninguna sem þarf til að temja sér heilsusamlegar venjur. Lífsmark styðst við markþjálfun þar sem hver og einn tekur sér persónuleg verkefni fyrir hendur, setur sér markmið og 

finnur leiðir til að yfirstíga þær hindranir sem í veginum eru. 

Þjálfunin hjá Lífsmarki byggist á góðri samvinnu þjálfara, einstaklinga eða hópa og í sameiningu er unnið að persónulegum markmiðum hvers og eins og tekist á við þau viðfangsefni sem fyrir valinu verða, allt með bætt lífsgæði og hamingju að leiðarljósi. 

Nú er rétti tíminn til að taka ábyrgð á eigin heilsu og setja þig efst á „to do“ listann. Með aðstoð þjálfara Lífsmarks getur þú breytt líðan þinni og komið hlutum í verk sem hafa verið á listanum allt of lengi.

2020-05-23 10.48.01-1.jpg

Lífsmark - Hugur & heilsa

Streitustjórnun

Holl og góð næring

Heilsusamlegar venjur

Markmiðasetning

Einstaklingsmiðuð áætlun 

Marble Surface

Taktu skrefið strax í dag!

Ég mæli eindregið með tímunum Sigrum streituna ekki bara fyrir einstaklinga sem eru að kljást við kulnun eða örmögnun, heldur alla sem finna einhvern tímann fyrir streitu eða álagi og vilja læra einfaldar, góðar aðferðir til að ná tökum á líðan sinni og róa taugakerfið.

- Birna M.

Strax eftir fyrsta tíma fann ég viljann til þess að taka skrefið. Þetta er fullkomið fyrir þá sem vilja fá stuðninginn og fara á sínum hraða í átt að betri heilsu.

- Guðmundur

Í byrjun nóvember var ég ekki á góðum stað í lífinu eiginlega gekk ég á vegg. Komst ekki í vinnu, var mjög brotin og eiginlega búin að glata sjálfri mér. Var send í veikindaleyfi og er búin að vera síðan þá. Held ég hafi sótt þjálfunina alveg á hárréttum tíma og náð frábærum árangri, sem ég ÆTLA að viðhalda og bæta mig enn meira með öndun og æfingum. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og gott veganesti.Takk fyrir mig.

- Kristbjörg

Gefðu þér tíma fyrir það sem skiptir þig máli með aukið heilbrigði og hamingju að leiðarljósi.

Book Now
Contact
bottom of page