109258963_733708084111174_78059410283576

Vilt þú...

- bæta andlega og líkamlega heilsu?

- tileinka þér heilsusamlegar venjur?

- bæta svefn?

- komast út úr vítahring streitunnar?

- auka orku?

- auka jafnvægi milli vinnu og einkalífs?

- setja þér markmið og ná þeim?

Settu þig í fyrsta sæti!

Er hið daglega amstur að hafa áhrif á heilsu þína?

Er hinn hraði nútíma lífsstíll að aftra því að þú náir markmiðum þínum? 

Ekki hafa áhyggjur ef þú svarar þessum spurningum játandi. Öll erum við að sinna fleiru en einu hlutverki í okkar daglega lífi. Segja má að við séum mörg hver orðin sjálflærðir sérfræðingar í að halda ófáum boltum á lofti en oftar en ekki á kostnað andlegrar eða líkamlegrar heilsu. 

Hjá Lífsmarki færð þú þekkinguna og stuðninginn sem til þarf til þess að vinna að bættri heilsu og hvatninguna sem þarf til að temja sér heilsusamlegar venjur. Lífsmark styðst við markþjálfun þar sem hver og einn tekur sér persónuleg verkefni fyrir hendur, setur sér markmið og 

finnur leiðir til að yfirstíga þær hindranir sem í veginum eru. 

Þjálfunin hjá Lífsmarki byggist á góðri samvinnu þjálfara, einstaklinga eða hópa og í sameiningu er unnið að persónulegum markmiðum hvers og eins og tekist á við þau viðfangsefni sem fyrir valinu verða, allt með bætt lífsgæði og hamingju að leiðarljósi. 

Nú er rétti tíminn til að taka ábyrgð á eigin heilsu og setja þig efst á „to do“ listann. Með aðstoð þjálfara Lífsmarks getur þú breytt líðan þinni og komið hlutum í verk sem hafa verið á listanum allt of lengi.

Lífsmark - Hugur & heilsa

Streitustjórnun

Holl og góð næring

Heilsusamlegar venjur

Markmiðasetning

Einstaklingsmiðuð áætlun 

Marble Surface

Taktu skrefið strax í dag!

Ég mæli eindregið með tímunum Sigrum streituna ekki bara fyrir einstaklinga sem eru að kljást við kulnun eða örmögnun, heldur alla sem finna einhvern tímann fyrir streitu eða álagi og vilja læra einfaldar, góðar aðferðir til að ná tökum á líðan sinni og róa taugakerfið.

- Birna M.

Strax eftir fyrsta tíma fann ég viljann til þess að taka skrefið. Þetta er fullkomið fyrir þá sem vilja fá stuðninginn og fara á sínum hraða í átt að betri heilsu.

- Guðmundur

Gefðu þér tíma fyrir það sem skiptir þig máli með aukið heilbrigði og hamingju að leiðarljósi.

 
 

Hafðu samband

Netfang: iris@primal.is

Sími 6699125

Lífsmark - Hugur & heilsa

Faxafen 12 

108 Reykjavík

  • Facebook
  • Instagram