top of page
Search

Tiltektar-granóla

Ég elska allt sem er einfalt og fljótlegt. Í morgun þegar ég var að undirbúa nesti fyrir daginn rakst ég á krydd í kryddskúffunni sem var best fyrir desember 2014. Ég fékk örsamviskubit og hugsaði til búrskápsins sem er fullur hálfum krukkum og pokum af allskyns hollustu.

Ég ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi og skella í “tiltektar granola” og sporna gegn frekari matarsóun og undirbúa í leiðinni stóran skammt af hollu og góðu millimáli fyrir heimilisfólkið.

"Tiltektar-granola"


3 bollar hafrar

1 bolli pecanhnetur 1/2 bolli sesamfræ 1/2 bolli sólblómafræ 1/2 bolli hampfræ 1/2 bolli chiafræ 1/2 bolli heslihnetur

1/2 bolli trönuber

1/2 bolli ósætar kókosflögur

Dass af salti, kanil og vanillu (eftir smekk)

1/2 bolli kókosolia 1/2 bolli hunang

Blandið öllu saman í skál (öllu nema kókosflögunum/trönuberjum) skellið á ofnskúffu með bökunarpappír og inn í ofn.

Bakið á 180 í ofni í 15 mínútur. Bætið svo kókosflögum og trönuberjum við blönduna og bakið til viðbótar í 3-5 mínútur.

Bara passa að kókosinn brenni ekki og hrærið reglulega í mixinu. Leyfa því að kólna og geyma í loftþéttum boxum.

Gott út á chiagrautinn, boost-skálina eða með mjólk að eigin vali.

Svo er um að gera að leyfa sér listrænt frelsi og breyta og bæta og nýta allt það holla og góða sem til er í búrinu.


Have fun!

64 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page