top of page
Search

Sorry mamma...


Ég er með játningu í beinni.

Undanfarið hef ég verið mjög upptekin af því að fylgja eigin ráðum, 2020 átti að vera tekið með trompi í sjálfsrækt og markmiðavinnu.


Þegar ég rifja upp ástæður þess að hafa skipt um starf og lagt vinnu í það að því að verða besta útgáfan af sjálfri mér er svarið einfalt. Fjölskyldan.


Ég vil geta gefið meira af mér og varið enn meiri tíma með strákunum mínum, átt gæðastundir með eiginmanninum og ræktað sambandið við mina nánustu.

En þá kemur að “wake up call-inu”.


Síðastliðinn sunnudag fékk ég heimsókn, ég var á öðru hundraðinu í eldhúsinu við matarprepp eldandi morgungraut og nesti fyrir komandi viku. Þessi undirbúningur tekur ekki langan tíma en sparar mér tíma á morgnanna og eldúsverkin næstu daga.

En áður en ég vissi af var ég búin að kveðja gestina, og þá rann það upp fyrir mér. Ég hafði ekki verið á staðnum. Ég var svo upptekin við það að búa til auka tíma að ég áttaði mig ekki á því að ég nýtti ekki tímann þegar hann gafst til að eiga stund í faðmi fjölskyldunnar.


Til þess að nudda salti í sárin rifjaði ég upp stundir þegar ég hef staðið sjálfa mig að því að vera með hugann við vinnuna þegar ég þóttist hlusta á syni mina segja frá afrekum sínum á æfingu og sýnt annarra manna lífi meiri áhuga í heilalausu “skrolli” á sófanum með bóndann mér við hlið.


Hinn upprunalegi pistill átti að fjalla um mikilvægi þess að búa til tíma.

Að við séum öll með sömu 24 tímana í sólarhringnum og ef þér tekst ekki að búa til tíma fyrir þig, ræktina eða þína nánustu þá er það einfaldlega ekki efst á forgangslistanum…

Ég fer þó ekki ofan af því að við höfum öll gott af því að skoða hvernig við nýtum tímann okkar og með því komið auga á dulin eða ekki svo dulin tækifæri í því að hagræða dagskránni með það að leiðarljósi að nýta tímann sem við höfum enn betur.

En það er lítill tilgangur að leggja mikið kapp í það að “búa til tímann” fyrir það sem skiptir máli nema þú ætlir virkilega að njóta hans líka.


Það má setja símann á silent, inn í herbergi eða jafnvel slökkva á honum. Geyma ósvöruðum tölvupóstum til næsta dags, leyfa þvottinum að safnast upp og hjálpi mér kaupa nesti út í búð ef þú færð óvænta heimsókn eða stuðið ekki til staðar.


Það tekur tíma að vinda ofan af slæmum ávana og ég veit að ég verð ekki zen-uð á einni nóttu en ég ætla mér að fara inn í næstu daga með þann ásetning að vera til staðar og njóta stundarinnar.


Njótum tímans með fjölsyldunni, vinum og síðast en ekki síst þeirri stund sem við fáum fyrir okkur sjálf.

Það er fátt annað sem skiptir máli <3


899 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page