top of page
Search

Samband endar og nýr kafli tekur við


Fyrir ekki svo löngu tók ég þá ákvörðun að segja skilið við vinkonu sem hefur fylgt mér um áraraðir. Samband okkar var hvorki gott né gefandi og átti hún það til að stjórna bæði hugsunum mínum og gjörðum. Áhrifa hennar átti til að gera vart við sig kvölds og morgna og ekki skipti máli hvort það var mánudagur eða jólin.


Eftir smá naflaskoðun í byrjun árs tók ég vinkonu mina undir hendina og fleygði henni í ruslið. Mjög táknrænt og alls ekki mitt umhverfisvænasta moment, en þar með lauk sambandi mínu við gömlu góðu digital baðviktina.


Í kjölfar þessarar athafnar setti ég mér það markmið að nýta árið vel til þess að sættast við líkama minn í stað þess að láta tæki stjórna því hvort ég væri nóg, hamingjusöm eða hvort að ég þyrfti að hreyfa mig meira eða borða minna.

Ég var ögn hikandi og vissulega komu upp raddir með rökum með og á móti. Enda hafði þessi athöfn verið álíka stór partur af rútinunni og tannburstinn.

Til þess að sannfæra mig endanlega um að taka skrefið velti ég fyrir mér eftirfarandi spurningum:


“Er þessi venja í rauninni að þjóna jákvæðum tilgangi í mínu lífi?”

“Samræmist þessi venja gildum mínum?”

“Get ég í raun orðið besta útgáfan af sjálfri mér með því að viðhalda þessari venju?”

Það þarf ekki fimm háskólagráður til þess að giska hvert svarið var við þessum spurningum. Því ég vil vera fyrirmynd fyrir drengina mína. Miðla jafnvægi, heilsu og heilbrigði til annarra og síðast en ekki síst líða vel í eigin skinni.


Lítil skref leiða oft til mikilla breytinga, og til þess að vinda ofan af þessum slæma ávana þurfti ég að að tileinka mér aðrar venjur í staðinn.

- Skipta út neikvæðum hugsunum fyrir jákvæðar og einblína á allt það góða sem líkami minn getur gert og hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina.

- Líta til strekra fyrirmynda sem efla og hvetja í stað þess að ýta undir óraunhæfan samanburð.

- Hreinsa til á samfélagsmiðlum, taka út triggera og fylgja þeim sem miðla gefandi efni og samræmast mínu ferðalagi.

- Setja athyglina á alhliða heilbrigði, daglega hreyfingu og holla næringu án boða og banna.

Ég vildi óska þess að ég hefði tekið þessa ákvörðun fyrir mörgum árum síðan en maður getur alltaf verið vitur eftir á. Ákvörðuninni fylgir ákveðin frelsistilfinning og jú vissulega hafa nokkur grömm bæst á kroppinn en ég kýs að líta á þau með þessum augum “more of me (for me) to love" :)


Lífið er of stutt. Temjum okkur venjur sem gefa...


2,014 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page