top of page
Search

Me-time á morgnanna

Í gegnum tíðina hef ég oft fengið spurninguna “afhverju vaknar þú svona snemma þegar þú getur sofið lengur?” Svarið mitt er alltaf það sama. Það þarf að búa til tíma fyrir það sem máli skiptir og morgnarnir henta mér best.


Með því að vakna á undan öðrum á heimilinu næ ég:


· Gæðastund, "me-time" með heitum bolla og fréttablaðinu,

· Æfingu, teygjum og öndun, heima í skúrnum eða að heiman

· Heitri sturtu í næði (priceless)

· Taka til nesti fyrir heimilisfólkið og skella hafragrautnum á helluna


Þessi rútína hentar mér í dag og þegar vel tekst til finn ég hve mikilvæg þessi morgunstund er fyrir mig og mína.


Eftir að synir mínir hófu leikskólagöngu sína þá setti ég mér það einfalda markmið að vakna alltaf á undan þeim. Byrja daginn í ró og draga úr hraða. Ég var staðráðin í að koma í veg fyrir að þurfa að reka á eftir strákunum í tímaþröng og yfirgefa heimilið á handahlaupum.

Við vitum öll hvernig dagurinn verður ef morguninn hefst á þeim nótununum.


Morgnarnir okkar hafa slípast til í gegnum árin og vil ég meina að við njótum öll góðs af þessari sýn minni um rólegheitar byrjun á degi.


- Með fastri morgunrútínu getum við tileinkað okkur heilsusamlegar venjur sem m.a. fela. í sér reglubundna hreyfingu og holla næringu. Með þessum venjum sýnum við jafnframt börnunum okkar fyrirmynd og leiðbeinum þeim ungum að skapa sér sínar eigin venjur, t.d. að búa um rúmið á hverjum morgni og borða hollan morgunverð. Þegar við höfum tileinkað okkur góðar venjur veitir það okkur sjálfsöryggi til þess að byggja ofan á þær venjur sem fyrir eru.

- Margir tala um að vilja hafa meiri tíma fyrir sig þegar í raunin er sú að við þurfum að búa til tíma fyrir það sem skiptir okkur máli. Þú stjórnar svefnvenjum þínum og hefur valdið yfir vekjaraklukkunni.

- Með því að fara snemma á fætur ert þú að tryggja þér gæðastund sem þú getur nýtt í nákvæmlega það sem þér hentar.

- Síðast en ekki síst. Það að gefa sér nægan tíma til morgunverka drögum við úr óþarfa streitu sem oftar en ekki leiðir af sér betri samskipti við maka og börn og góðum samverustundum í upphafi dags.

Þegar öllu er á botninn hvolft er góð morgunrútína ekkert annað en meðvitað val. Val um að lifa lífinu á ákveðinn hátt með því að endurtaka góðar venjur sem þú hefur kosið þér.


Ert þú ekki örugglega að búa tíma fyrir það sem skiptir þig máli?


386 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page