top of page
Search

Að hrökkva eða stökkva - Þitt er valið!

Í sumar fékk ég þá flugu í höfuðið að skrá mig í jógakennaranám.

Ég fann fyrir brennandi forvitni og til þess að læra en á sama tíma skutust allskyns raddir upp í kollinn.

Þú í jóga, Þú hefur enga reynslu… Ertu nógu liðug til þess að stunda jóga? Hvað þá að kenna það? Ertu nógu andleg? Nógu hoj og slank?


Ég var búin að búa til ákveðna mynd af því hvernig ég “þyrfti” að vera til þess að láta þennan draum rætast. Það var enginn annar að dæma eða segja þetta við mig. Þetta var bara ég að standa í vegi fyrir sjálfri mér.


Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir því að þurfa að velja. Að hrökkva eða stökkva. Hvort sem málið snýst um jógakennaranám, stíga inn á líkamsræktarstöð, skipta um starf eða bjóða einhverjum í bíó, þá þarf maður að bregðast við og taka ákvörðun um að stíga út fyrir boxið eða ekki.


- Það kemur þér mögulega á óvart hve auðvelt það er að stíga út fyrir kassann. Tilhugsunin í byrjun reynist oft erfiðari en framkvæmdin sjálf.

- Sjálfstraustið eykst í hvert sinn og hvert skref verður auðveldara.

- Þegar þú stækkar hringinn þinn hittir þú oftar en ekki einstaklinga sem hafa sömu áhugamál eða lífsgildi. Rifjaðu t.d. upp daginn sem þú kynntist þínum besta vini. Í minningunni var það stórt skref að segja “hæ” ekki satt?

- Þú kemst að ýmsu og kynnist nýjum hliðum á sjálfum þér.

- Að prufa nýja hluti eða reyna eitthvað nýtt gefur manni síðast en ekki síst dýrmæta reynslu og ánægju. (Nú ef ekki þá er alltaf hægt að taka skrefið til baka).


Þrátt fyrir raddirnar skráði ég mig í námið, ég hef allt það sem til þarf – áhuga og líkama sem virkar. Ég er í skýjunum með þessa ákvörðun og er ekki frá því að finna vott af stolti. Sem er skemmtilegur fylgifiskur.


Næst þegar þú stendur frammi fyrir vali skora ég á þig að þagga niður í röddunum og taka skrefið. Stækkaðu þægindahringinn þinn eða hreinlega fjölgaðu boxunum.


Gerðu bara nákvæmlega það sem gerir þig glaða/n!


Namaste….. jebb ég sagði það.

Namaste.


89 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page