top of page
Search

Þetta þarf ekki að vera flókið...


Hver kannast ekki við það að hafa varið dágóðu púðri í að tileinka sér daglegar heilsusamlegar venjur og svo koma jól með öllu tilheyrandi og setur allt úr skorðum?


Á síðustu vikum hafa flestir upplifað einhvers konar rask á hinni hefðbundnu rútínu og eru nú í óða önn að setja sig i stellingar við að koma skikki á svefnvenjur, næringu og hreyfingu.


Ótrúlegt en satt þá koma jól og páskar á hverju ári, flestir fara í sumarfrí og svo getur fyrirbæri eins og covid mætt óvænt á svæðið og hrist upp í dagskránni. Því er mikilvægt að geta sýnt sveigjanleika, leyfa sér smá tilbreytingu í lífið og njóta þess að breyta út af vananum.

Við viljum þó ekki festast í hátíðargírnum. Því er afar mikilvægt að tileinka sér leiðir til þess að komast aftur inn á beinu brautina þegar tímabilinu lýkur.


- Lykillinn að góðri heilsu felst í daglegri rútínu -


Hvernig við byggjum upp daginn og þær venjur sem við kjósum að temja okkur hafa mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar. Þrátt fyrir að lífstíll okkar og markmið séu ólík þá eru til ótal daglegar venjur sem allir hafa gott af því að tileinka sér.


En það að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl þýðir ekki að maður þurfi að umturna öllu á einu bretti þó það sé komið nýtt ár og margir með háleit markmið. Reyndar er minna betra ef eitthvað er, að minnsta kosti þegar til lengri tíma er litið.


Að festa nýjar venjur í sessi tekur tíma, ákveðni og vinnu. En með því að einbeita sér að litlum skrefum sem henta og heilla er maður líklegri til að viðhalda þeim venjum.


Hvernig væri að hefja þetta ár á því að temja sér 1-2 nýjar venjur (eða rifja þær upp sem þú varst komin/n á flug með fyrir jól) og taka þetta svo þaðan?


Ákveddu hvar þú vilt byrja og taktu skrefið!

Mundu, skrefin þurfa ekki að vera stór til að hafa mikil áhrif á heildarmyndina.


Hér eru nokkrar hugmyndir ef þig vantar innblástur:


- Koma reglu á svefnrútínuna

- Minnka kvöldsnarl

- Hefja daginn á stóru vatnsglasi

- 30 mínútna hreyfing á hverjum degi

- Borða meira grænmeti

- Skipuleggja daglega símalausa samveru

- Byrja hvern dag á að skrá viðráðanlegan „to do“ lista

- Draga úr sykurneyslu

- 15 mínútna öndunar- og hugleiðsluæfingar

- Fjölga heimatilbúnum máltíðum

- Minnka kaffið eða sleppa því

- Köld sturta að morgni eða fyrir svefn

- Skipuleggja innkaup og máltíðir vikunnar

- Fjölga gæðastundum með maka/fjölskyldu

- Nesta sig upp með hollum millibitum


Hvaða skref ætlar þú að taka?


__________________________________________________________________________________

Bókaðu 30 mínútna fría ráðgjöf Lífsmarks með því að senda póst á netfangið iris@primal.is eða kynntu þér 4 vikna námskeiðið Sigrum streituna www.primal.is/streita

Næstu námskeið hefjsast 13. & 14. janúar.


Íris Huld Guðmundsdóttir

Íþróttafræðingur og markþjálfi.

117 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page