top of page
Search

Það eru "allir" að gera eittvað geggjað.

Langar mig að fá útrás í 10 km utanvegahlaupi, finna rigninguna í

andlitinu og púlsinn hækka - JÁ!

Hef ég líkamlega getu til þess í dag? NEI.

Hvað gera menn þá? Ég meina það eru „allir” að gera eittvað geggjað.

A) Ætla ég að láta vaða og taka afleiðingunum með tilheyrandi stirðleika og stoðkerfisverkjum líkt og oft áður.

EÐA

B) Hugsa rökrétt og draga úr álaginu sem æfingunni fylgir og þar með færa mig nær þvi markmiði að geta hlaupið án þess að líða fyrir það líkamlega.

Er ekki málið að hlusta á líkamann og stíga skrefin í samræmi við þann stað sem maður er staddur á. (Meikar sense?)

Þetta eru ekki alltaf auðveld ráð að fylgja, ég ætti að vita það, en útkoman er svo sannarlega þess virði.

Settu raunhæf viðmið, ýttu óskhyggju og óþolinmæði til hliðar og taktu skrefin á þínum hraða.

Sama hvert markmiðið er, sinntu vinnunni daglega og vertu viss um að æfingar þínar og athafnir skila sér í raunverulegum bætingum til frambúðar.

Í lok dagsins snýst þetta allt um þinn árangur og þína líðan ekki satt?

122 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page